Kerhraun

Göngustígagerð milli lóða 97 og 98 er loksins lokið

Eins og þeir vita sem lesa fundargerðir þá var ákveðið að fara í gerð göngustígs milli lóða 97 og 98 í sumar og til að gera langa sögu stutta þá sannast það enn og aftur að lóðarhafar þurfa að vera meðvitaðir um lóðarmörk lóðar sinnar. Gildandi skipulag fyrir hvert svæði útaf fyrir sig er alltaf það sem ræður því á endanum hvernig og hvar lóðamörk eru. Deiliskipulag er samþykkt af sveitarstjórn og ber stjórn að fara eftir því enda er það skýrt að stjórnir sumarhúsafélaga hafa ekkert með deiliskipulag að gera og verða að framfylgja samþykktu deiliskipulagi þegar framkvæmdir eru.

Ef upp kemur ágreiningur þá leita stjórnir til Skiplagsfulltrúa og í samráði við hann leysa þau mál ef upp kemur ágreiningur og ef lóðareigandi er ósáttur er ekki við stjórn að sakast heldur þarf hann einnig að leita til Skipulagsfulltrúa.

Tré sem sett eru niður mega og eiga ekki að vera nær lóðarmörkum en 3 metra því krónan má ekki slúta inn á næstu lóð eða út á veg þar sem helgunasvæði er meðfram öllum vegum en þessi svæði eru notuð til að grafa niður þær lagnir sem þarf til að við fáum heitt vatn, kalt vatn, ljósleiðara, rafmagn o.s.frv.

Varðandi göngustíginn þá er gerð hann lokið og einungis eftir að setja upp skilti.

Eftirfarandi myndir sýna að nú er greið leið niður á útivistarsvæðið.

FYRIR

Jónsi rauðamalarreddari


Vélamaðurinn var sko enginn viðvaningur


EFTIR