Það eru margir Kerhraunarar sem elska golf og því var haldið undirbúningsmót í fyrra til að kanna áhuga og styrkleika keppanda og niðurstaðan úr því móti varð sú að haldið skyldi ótrauð áfram og mótið haldið að ári. Í gær mættu svo skráðir keppendur í Texas Scramble mótið á golfvöllinn í Öndverðarnesi auðvitað allir með þann ásetning að sigra.
Keppendur voru:
Smári og Rut
Lúðvík og Lovísa
Ingólfur og Kristín
Ásgeir og Kristín
Það er mikið keppnisskap í öllum spilurunum og margir búnir að búa til áætlun ef eitthvað færi úrskeiðis enda til mikils að vinna, farandbikar sem formaður Kerhraunsins afhendi í fyrra í smá skralli og vitandi af væntingum okkar Kerhraunara varð að leggja allt undir.
Eitt sem þau áttuðu sig ekki á er að fréttaritari Kerhraunsins er með afbrigðum forvitinn og fylgdis því grant með og eins og sjá má hér á neðangreindum myndum þá gekk ekki allt sem skyldi og jafnvel þegar spurt var um gengi höfðu allir farið holu í höggi.
Veðrið var gott miðað við árstíma en gerði skúrir annað slagið og ekki gott að þurfa að flýta sér mikið þegar „WC ferð“ er nauðsynleg, það kemur manni oft í koll að herða ekki sultarólina….)))))
Bara svona til gamans þá er oft sagt að konur hugsi öðruvísi en menn og geti beytt alls lags töfrum til að rugla hitt kynið og ætlar fréttaritari ekki að dæma um það en ljóst er að það var allt reynt í gær þegar syrtnaði í álinn með árangur og dæmi nú hver sem vill en greinilega þurfti sigurvegari dagsins ekkert að vera að rugla neitt í ríminu
Mótið tókst með eindæmum vel og eiróma samþykkt að halda mót á næsta ári end veglegur griður í verðlaun.
Við Kerhraunarar erum auðvitað stolt af okkar íþróttafólki og segum eins og góða kona sagði „Golfmót Kerhrauna er stórasta mót í heimi“ og óskum sigurvegurunum þeim Ingólfi og Kristínu innilega til hamingju með sigurinn og sjáumst (best að láta þau ekki vita að ég ligg í leyni) að ári.
Hvað gleður meira en „1 kaldur“ þegar fagna á eða þarf að drekkja sorgum sínum – takið eftir þessum tveim bak við glasið……))), upp með húmorinn.
Ákveðið var að fá sér að borða í golfskálanum og þarna hafa allir tekið kæti sína aftur enda búið að bera í þau drykki og maturinn var æðislegur.
Þið eruð alveg æði elsku Kerhraunarar
Smá innskot frá fréttaritara sem tekur sjensinn að vera rekinn fyrir innskotið. Er ekki bara hægt að stækka holuna sem kúlan á að fara í ?