Gleðilega páska, ekki má gleyma að segja, gleðilegt sumar

… 

Litlir fugla flögra yfir trjánum,
þeir syngja lágt og veifa landsins fánum,
því sumarangan fyllir nefin smáu
og geislar sólar kæta augun gráu.

Þeir syngja allir hver með sínu nefi
og óska þess að söngur þeirra gefi
gullnum geislum sólar meiri vilja
að kyssa gróðurinn og honum ylja.

Þessi vísa á þó betur við eins og veðrið er í dag, Páskadag 24. apríl  að mati formannsins

Góu og Þorra grænku og for
geng ég sumarklæddur
má þó ekki orða vor
öðruvísi en hræddur.