Gleðilegt sumar kæru Kerhraunarar

Í dag er „Sumardagurinn fyrsti“ og það boðar gott því þá er stutt í að sólin rísi á himni og hitinn stígi upp á við. Sumarið verður vonandi okkur hliðholt og gott og við getum notið þess að vera í sælureit okkar með fjölskyldu og vinum og notið bjartra nátta.

Ekki má gleyma okkar skemmtilega G&T degi en þar fá Kerhraunarar, aldnir sem ungir, nýjir sem gamlir tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu svæðisins og kynnast hvort öðru.

GLEÐILEGT SUMAR KÆRU KERHRAUNAR