Engin formleg hátíðarhöld eru í Kerhrauninu að vanda en auðvitað er mælt með því að hver og einn geri sér glaðan dag og haldi upp á daginn á skemmtilegan hátt, t.d með ávarpi fjallkonu/konu, göngutúr um landareignina og síðan má fara í einhverja leiki.
Kæru Kerhraunarar heima og heiman, gleðilega þjóðhátíð, það er kominn 17. júní og meðan við bíðum eftir sumrinu þá tökum við bara lagið og syngjum hátt.
Blómin springa út og þau svelgja í sig sól.
Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei.
Það er kominn 17. júní.
Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei.
Það er kominn 17. júní.
Svona til gamans þá var fréttaritari Kerhraunsins á kvöldgöngu þegar hún varð vör við herskara fólks að reisa flaggstöng og tók eina fjarlægðarmynd (gott að fá fjölda reisingarfólks uppgefinn…))) og eina nærmynd af feðgunum, en upp fór stöngin.