Kerhraun

Gleðilega páska kæru Kerhraunarar

Páskakveðjan kemur heldur seint þetta árið en segja má að það hafi jákvæða hlið, þá er hægt að segja frá hvað gerðist um páskana. Að vanda var fjölmennt á svæðinu og víða mátti sjá og heyra að verið var að brasa, t.d. var Hákon á B svæðinu að hamast við að slá upp nýja húsinu, Guðmundur við lækinn var að slá frá mótun á grunninum undir sitt nýja hús, Ævar á líka með einhvern fjölda á sinni lóð enda á hann von á sínu nýja húsi um miðjan maí, Kjartan var duglegur og var að þvo bílinn, Vilhjálmur að henda rusli, Steini í A húsinu var líka að pípa, Finnsi að flísaleggja, Fanný og Hörður að plana sumarið og passa tvíbbana, Hallur úti að keyra með sína tvíbba og svo örugglega allir hinir sem ég sá ekki alveg hvað voru að gera..))

Veðrið, já veðrið alveg æði þar til á „öðrum í páskum“ en þá fauk í veðurguðinn og hann ákvað að baka en misssti hveitipokann og allt varð hvítt og það tekur hann nokkra daga að jafna sig og þá kemur sumarið.

Kæru Kerhraunarar, gleðilega páska og vonandi njótið hafið þið notið páskadaganna í faðmi fjölskyldu og vina og borðað hæfilega mikið af páskaeggjum.