Geggjaðar blómagellur og truflaðir trjániðursetjarar

G dagurinn er að baki og við hæfi að færa ykkur öllum þakkir fyrir frábært starf í dag. Það er ómetanlegt að eiga ykkur að og eins og sést á eftirfarandi myndum er þetta hörkuhópur.

Kerhraunið á mikið af fallegum blómadrottningum sem hafa staðið vaktina í mörg ár og svo bætist sífellt í hópinn en auðvitað má ekki gleyma blómakóngnum sem engin mynd er af, hann þurfti krafta til að bjarga blómapottunum úr gámnum þar sem allt er í messi eftir hrun í vetur en það er óunnið starf þar á næstunni.

Stelpur þið eruð æði.

Nú er komið að trjániðursetningahópnum sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum aðalXB tjáði fréttaritara að hefði staðið sig með miklum sóma að bjarga því sem bjargað varð á krítískum gróðursetningatíma og þakkir til ykkar allra þið eruð best og grillið kemur fljótlega handa ykkur eða þegar T degi er lokið