Fyrstu vegaframkvæmdir 2020 voru þann 22. og 23. maí

Aðal-áhugamál okkar flestra hér í Kerhrauni er að vegir verði góðir og jafnvel eins og Gamla Biskupstungnabrautin en til þess að af því geti orðið þarf að byggja vegina upp svo þeir verði nógu sterkir. Það er akkúrat það sem við höfum verið að gera ár eftir ár að keyra í vegina mismunandi efni og smátt og smátt verður þessi draumur að veruleika.

Sl. föstudag kom Vegamálastjórinn okkar hann Hallur með fræsing sem nota skyldi í að laga holur á þeim vegum sem áður hafði verið settur fræsingur á og líka kom hann með efni úr Ingólfsfjalli til að setja í valda kafla til styrkingar.

Laugardagur var svo áætlaður í B svæðið en þar keyrði Benni í Miðengi í botnalanga og mest í þann sem á að fara að reysa hús á. Hallur sá um að slétta efnið og yfirfara vegina. Vegamótin út á B svæði voru breikkuð og verður það vonandi til bóta.

Á sunnudegi var farið í það að laga brekkuna á C svæði rétt hjá lóð 72 en þar voru komin tvö skörð svo þar var hækkað og vegamótin þar fyrir innan var keyrt í gróft efni sem á svo að valta niður og setja annað fínna á.

Frekari framkvæmdir verða svo auglýstar fljótlega en stjórn vonar að Kerhraunarar séu sáttir við framkvæmdirnar.