Í dag barst þessi fallega mynd frá „Fréttaritaranum við lækinn“ í tilefni VERSLÓ og það er gaman að segja frá því að þau heiðurshjón Lilja og Erik eru fyrstu löglegu frumbyggjar Kerhraunsins en sagan segir að áður en þau komu hafi verið kominn einn ólöglegur á svæðið og því þarf bara að láta hugarflugið í gang og geta sér til hver sá hinn sami hafi verið.
En hvað sem því líður þá verður ekki annað sagt en að þau hjón séu sæl, glöð og falleg.