Versló 2011- Barnaleikir

Auglýst barnadagskrá var kl. 14:00 og áttu börnin að mæta við vegamótin hjá Sóley en satt best að segja var skrekkur í nefndinni því veðurguðirnir virtust ákveðir í því að skvetta af sér í dag eins miklu og þeir kæmust yfir á sem stystum tíma. Ótrauðir mættu nefndarmenn á staðinn, tóku veðrið út og ákváðu að halda áður auglýstri dagskrá til streitu.

Skipuleggjandi allra tíma Garðar Vilhjálmsson tók á móti börnunum ásamt aðstoðarmanni sínum honum Steina, með í för var hirðljósmyndari Kerhraunsins, sjálfur formaðurinnn. Það er skemmst frá því að segja að þetta varð hin besta skemmtun þrátt fyrir gusur úr lofti, margir sýndu mikil og góð tilþrif í leikjunum og eiga örugglega eftir að verða mjög góðir stundi þeir þrotlausar æfingar á komandi árum . Verðlaun verða veitt varðeldinn í kvöld „ef ekki rignir eldi og brennisteini“ sagði Steini“

Látum því myndirnar tala sínu máli en ef einhver lumar á myndum þá senda þær inn, please.

 

.

 


:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.