Fyrrverandi formaður á „Bömmer“ yfir því að vera settur í þrif heima hjá sér

Til gamans þá er neðangreind mynd sett á heimasíðu félagsins eingöngu til að stríða fyrrverandi formanni félagsins (nú spyrja margir, hvaða formann er verið að tala um ?) en viðkomandi tjárir sig á fésbókkinni í dag með eftirfarandi orðum.

„Ég var dæmdur af dómstóli heimilsins til að þrífa allt hátt og lágt heima við. Tek refsingunni af æðruleysi og lofa bara einn dag í einu….“, sem sé þetta er karlmaður.

Nú er það stóra spurningin, á að vorkenna honum, á að bjóðast til að hjálpa honum, á að senda ISS heim til hans til að létta honum lífið, eða hvað ??

Nei, þetta verður þú að klára með stæl enda komið víða við og leggur örugglega allan heimilisþrifabransann undir þig næstu mánuðina …)))