Fræsingsholuviðgerðir 27. maí 2023Veturinn hefur verið langur og strangur, vorið vætusamt og allt þetta gerði það að verkum að holurnar urðu bara stærri og stærri. Því var ekkert annað að gera en að reyna að laga þær sem var gert og í þetta sinn auðnaðist okkur að fá hefil sem er lykilatriði í jöfnun og í lokin var valtað þannig að útkoman var að mati fréttaritara alveg æðisleg.