Frábæru hlutverki Kerbúðarinnar er lokið árið 2015

Þrátt fyrir að rigningarsumrin 2013 og 2014 hafi næstum orðið Kerbúðinni að falli þá neitaði Tóta að gefast upp fyrir veðurguðinum og ákvað að reyna að hafa Kerbúðina opna í sumar og vona að veðrið yrði gott. Skiljanlega var hún smá svekkt yfir að búðin náði ekki því flugi að verða „Large department store“ á þessum árum sem hún er búin að vera opin en til þess að það gangi þurfa utanaðkomandi aðstæður að vera kaupmönnum hagstæðar, svo koma kaupmenn og fara og það var söknuður af Sóley og Gunna sumarið 2015.

Það er óhætt að fullyrða að mun fleiri lögðu leið sína í Kerbúðina í ár enda veðrið hagstætt til verslunar og ófáir hafa gúffað í sig bakkelsi og sultum frá Tótu, þurrkað eftir sig með tuskunum hennar, rokið svo í uppvaskið, þurkkað leirtauið með viskustykkjunum frá Fanneyju og strokið sér í lokin með þvottastykkjunum hennar.

totubrauð

totustykki

totus

fanney1

Nú þegar fjölgar hratt í Kerhrauninu þá kviknar sú von að meðal nýrra Kerhraunara leynist kaupmaður sem vill leggja sitt að mörkum að Kerbúðin lifi og eins og máltækið segir þá er „Margur knár þó hann sé smár“ og er það einlæg von að Kerbúðin sé komin til að vera örfáar helgar á ári.

Fyrir hönd Kerhraunara og margra utanaðkomandi er Tótu og Fanney þakkað innilega fyrir að gera okkur kleift að geta skroppið í Kerbúðina.

 

ker