Kerhraun

Formaðurinn fær kveðjur frá Kerhraunurum – batakveðjur

Lífið er ekki eins sjálfgefið og maður vill halda, hver vill ekki trúa því að það sé hægt að ganga að því vísu að aldrei komi neitt fyrir „mig“?, þannig er það ekki og öll lendum við í hinum ýmsu áföllum í lífinu. Hans okkar ágæti formaður er í þessari stöðu í dag að hafa alveg upp úr þurru án viðvörunnar fengið kransæðastíflukast og þurfti því að fara á sjúkrahús þar sem hann liggur á í dag og líður þokkalega, búinn að fara í þræðingu sem gekk pínu erfiðlega.

Nú tekur við tími hjá honum að sjá til þess að hann nái aftur fullri heilsu og þess vegna sendum við Kerhraunarar okkar bestu kveðjur til hans með óskir um góðan og skjótan bata.

Myndina hér að neðan tók Tóta þar sem Hans sem er í góðum félgagsskap, reynir að bera sig vel með öll tæki og tól tengd.

hans

Meðan Hans vinnur í því að byggja sig upp þá ráfa stjórarmaður/konur þessa stundina um eins og þau séu í höfuðlausum her, en takmarkið er þó að standa sig sem best svo hann geti verið stoltur af okkur.

Elsku Hans minn, láttu þér batna og komdu tvíefldur til baka, við hlökkum til að sjá þig fljótlega í sælureit okkar.