„Nú er ég klár fyrir myndatöku“ sagði skápurinn

Eins og áður hefur komið fram var 1. tengigrindarskápurinn settur upp við hús 36 í síðustu viku og þegar fréttaritari…))) átti leið hjá var skápurinn ekki tilbúinn fyrir myndatöku. Skiljanlegt, hver vill fara ómálaður í myndatöku?

Í dag 20. júli skartar hann sínu fínasta og bíður eftir að gera sitt gagn.

Annars er það af hitaveitu að frétta að verktaki er langt kominn með að grafa rörin en hann þarf að bregða sér frá og kemur aftur í næstu viku og þá plægir hann þann litla spotta sem eftir er inn á svæðinu. Verktakar eru á fullu að leggja heimtaugar og ekkert markvert gerst fyrir utan að slíta vatnið tvisvar og skrapa rafstreng örlítið.

Þetta telst allt vera innan skekkjumarka og nú þurfa menn bara að fara að huga að því að kaupa tengigrindurnar og smíða skápana utan á húsin.

 


.
.
Ef þú heldur ekki áfram að mála þá þornar málningin í dollunni…)))