Fjarstýringar – afhending – hver er Hans?

Nú skal upplýst um stöðu mála er varðar móttakara og fjarstýringar. Móttakarinn er sem sé kominn og verður settur upp um helgina af GT (Guðfinni Traustasyni), fjarstýringar sem fólk hefur pantað og borgað verða líka tilbúnar til afhendingar um helgina. Einhverjir hafa talað um léglega endingu á fjárstýringum en það var móttakarinn sem gaf sig og því fengum við fjarstýringarnar á innkaupsverði. Svo viljum við auðvitað hafa það nýjasta og besta sem í boði er…)))))

Nýr gjaldkeri hefur fengið spurningar í tölvupósti um hvernig megi nálgast fjarstýringarnar og hefur hún svarað því til að þær megi nálgast hjá Hans. Stuttu seinna kemur svar og spurt er, „Hver er Hans?“, þá eru góð ráð dýr, hún bjallar í stjórnarkonu og spyr, „Þekkja ekki allir Hans'“ og svarið er „Jú, er það ekki, hver segist ekki þekkja hann Hans?“.

En það skrýtna er að það þekkja víst ekki allir Hans og því þarf að hafa þetta allt miklu skýrara svo allir geti nálgast Hans…)).

hans

Þetta er sem sé Hans á myndinni sem er okkar nýjasti formaður, hann sagði eins og Jóhanna Sigurðar sagði eitt sinn, „Ég kem alltaf aftur“.., en eins og margir vita hefur hann áður verið formaður og allir glaðir með það og enn glaðari að hann kom aftur í formannsstólinn enda ekki auðvelt að narra menn í þennan stól.

Eins og sjá má á myndinni þá er hann að hvísla „Komið til mín á lóð 99“ (skoðið skipulagsteikningu) og stelpur „ég er harðgifur henni Tótu minni sem selur í Kerbúðinni  alls konar varning og stórgræðir á því…..))))))