Nú er hún Emilía ekki lengur á meðal vor – mánudaginn 13. maí dó þessi elska

Það eru all margir Kerhraunarar sem þekkja til hennar Emilíu, hver man ekki eftir ástarsögunni um hana og hundinn hans Ásgeirs, sagan um endurgoldna ást hjá tveimur Kerhraunshundum, þeir sem komu á þorrablótin í Kerhrauni fengu að kynnast henni og hún átti auðvelt með að vekja á sér athygli, en allt hefur sinn tíma og í morgun kvaddi Emilía Garðarsdóttir þennan heim.

Eins og hennar var háttur gerði hún það hljóðlega og virðulega og klárlega af tillitssemi við fjölskylduna. Garðar hafði það á orði að hennar yrði sárt saknað á heimilinu en minningin um frábæra vinkonu og botnlausa og skilyrðislausa ást myndi alltaf standa uppúr.

Emilía Garðarsdóttir