Fallegasti dagur ársins 20. september 2014 – Á döfinni

Það er ekki hægt að bera á móti því að laugardagurinn 20. september hafi verið „fallegasti dagur“ ársins og á því skilið að vera minnst sem slíkur. Dagurinn var algjörglega vindlaus, sem sé dauðalogn allan daginn og sólin skein, þeir sem voru í Kerhrauni voru eignlega orðlausir enda ekki góðu vanir..)))t.d.  í fyrrasumar og ekki var þetta sumar til að hrópa húrra yfir og vegna þessa voru allir voru í bana stuði.

Smá sýnishorn frá deginum góða

P1020954

P1020943
Auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að gera og í þetta sinn var það sjálfur vegamálastjórinn sem tók sig til og ákvað að ryðja „Guðrúnarhól“ úr vegi, af hverju þessi hóll fékk þetta nafn vita fáir. Hvað sem því líður þá skellti Hallur sé upp í vinnunvélina og gaf í enda skyldi hóllinn niður í dag enda búinn að vera til smá vandræða þegar skefur yfir vetrartímann.

P1020938

P1020935

P1020936

P1020937

P1020941

Það er óhætt að segja að vel tókst til og einhver hafði orð á því að hér væri komin „Hallströð“ sem örugglega yrði ekki til vandræða í vetur. Það ber að þakka Halli alveg sérstaklega fyrir að eyða svona góðum degi í vinnu fyrir okkur hin, enn og aftur takk Hallur. Hann endaði svo á því að skella sér á vélinni upp að Biskupstungnabraut og lagaði þar holurnar sem voru búnar að angra marga en nú er allt orðið rennislétt þar. Já svona er nú Kerhraunið, okkur öllum til sóma.