Fyrsti sunnudagurinn í aðventu liðinn, senn kemur sá næsti

Framundan er aðventan árið 2013 með öllum sínum dásemdum og í gær var kveikt á fyrsta aðventukertinu, fólk keppist við að skapa sér tilefni til notalegra samverustunda í svartasta skammdeginu, kveikir falleg ljós, stingur góðgæti í munn og nærir bæði líkama og sál og við Kerhraunarar erum engin undantekning.

 

 

Hátíð ber að höndum bjarta,
hverfur undan myrkrið svarta,
glaðna tekur guðhrædd þjóð,
geislum lýsist hugarslóð.