Ekki að sjá að ófærð sé í gangi sunnudaginn 29. janúar

Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur þó aldrei yrði hann eins fagur og daginn áður, veðrið var fallegt og allt leit út fyrir að vera eins og daginn áður. Hörður og Finnsi voru svæ sætir að taka að sér að taka jólaseríurnar af trjánum til þess að þær dygðu lengur og þökk sé þeim góðu strákunum og þegar þeir lögðu í hann um 11:30 þá kom í ljós að það hafði skafið svo mikið um nóttina að „Gráni gamli“ þurfti bara að gefi í til að komast til Harðar.

Þeð er skemmst frá því að segja að vegurinn á svæðinu var varla fólksbílafær og brekkan nánast ófær nema fyrir stóra jeppa og það skóf nánast í hjólförin um leið. Brettauppsetningin er ekki alveg að gera sig segja fróðir menn, það mynduðust fjöll þvert á veginn í brekkunni…)))

Gripið var til þess ráðs að fá Benna til að renna og moka.  Sumum lá svo á að lenda í ævintýrum að þeir ruku af stað þegar ein ferð hafði verið mokuð og fengu smá vetrarfíling með því að hálffesta sig en allt fór vel að lokum og allir komust heim og mörgun fannst þetta voða gaman.

Neðangreindar myndir eru teknar snemma á sunnudagsmorgni og því speglast ljósin í húsinu mikið í myndunum, sorrý.