Kerhraun

Einn besti dagur ársins 17. júlí að kveldi kominn

Laugardagurinn 17. júlí rann upp bjartur og fagur og Kerhraunið iðaði af lífi þegar líða tók á daginn, hvarvetna mátti sjá fólk við mismunandi iðju þrátt fyrir mikinn hita og óopinber hitamælir í Kúlusúk fór í 33,4°.

Hitaveituframkvæmdir eru ofarlega í hugum okkar Kerhraunara, framkvæmdir hafa gengið vel hjá Sigurði á Hæðarenda og styttist óðum í að hann ljúki við að plægja rörin í jörðu í Kerhrauninu en þá á hann eftir að leggja frá Hæðarenda að svæðinu okkar.

Nokkrir eru nú þegar búnir að grafa hitaveiturörin í lóðir sínar og bíða í startholunum eftir vatninu, 1 tengiskápur er kominn upp en ekki var hægt að mynda hann í dag þar sem fyrri umferð málningar var bara lokið…)))) og engin ástæða að sýna hann fyrr en hann er tilbúinn.

Verktakafyrirtækið Leigurliðinn byrjaði í gær að grafa skurði fyrir rörin hjá sínum viðskiptavinum og samkvæmt öruggum heimildum þá fá koma rörin í næstu viku og þá hefst lokafrágangur.

Vonandi verða fleiri svona góðir dagar á þessu sumri.

 

 

Sýnishorn af Kerhraunslífi
.


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

:

.