Eiga ekki allir sína drauma, vonir og þrár?

Flestir eru sammála því að eiga sér drauma, vonir og þrár sé af hinu góða og það flokkist undir jákvæðni. Á degi sem þessum þegar horft er í myndavélina þá vaknar draumur hjá mér sem ég ætla að láta rætast þegar í Kerhraunið er komið.

Draumurinn er að taka mynd af Búrfellinu alltaf á sama tíma dagsins, eftir 365 daga er ég viss um að ég verð með eina fallegustu mynd af einu fjalli í mínum fórum.

Dæmi nú hver fyrir sig þegar hann/hún lítur á neðangreinda mynd sem tekin er úr myndavélinni.

burfell