Dularfulli lækurinn og fja….. óværan – Hvað er í gangi?

Það er örugglega einhverjir sem muna eftir þegar Hæðarendalækurinn varð allt í einu vatnslaus í september í fyrra og blessaðir fiskarnir steindrápust, nú hefur komið upp annað keimlíkt mál sem er enn dularfyllra.

Það þarf smá forsögu af þessu máli og því þarf að fara úr einu í annað. Það hefur valdið miklum leiðindum að sjá heilu trén og runnana uppétin í sumar og margir hafa verið að vandræðast með hvað sé til ráða en samkvæmt sérfræðingum þá á að vera búið að úða en auðvitað vitum við ekki alltaf allt og þurfum að klóra okkur fram úr hinum ýmsu vandamálum sem upp koma í sveitinni.

Fanný og Hörður er ein þeirra sem hafa orðið fyrir barðanu á lirfunum og eru sum tré bókstaflega uppétin þó tréð við hliðina sé alveg ósnert, Steinunn og Hallur hafa líka séð þessa óværu í sömu mynd og hefur fréttaritari grun um að um 10. júní 2017 muni skella á tankeitrunarbíll hjá frú Steinunni enda kallar hún ekki allt ömmu sína og vill að það sem er lifandi sé lifandi en ekki hálfdautt.

Fanný var aðeins lægra stemmd og fól Herði það verkefni að úða eins mikið og hann treysti sér til, sjónrænt var landið ekki eins í Fannýjar augum og naut hún þess ekki eins mikið að sitja úti eftir að hún varð vör við lirfurnar…)))   Þess má geta að þau eiga um 1,5 ha og því varð Fanný að sjá til þess að Hörður fengi „réttu græjurnar“ og auðvitað sá hún til þess og eins og myndin hér að neðan sýnir, við getum lengi deilt um það hvort öryggið sé sett á oddinn hjá frúnni.

IMG_3500

Eftir að Hörður hafði þeyst um 1,5 ha þá tók hann eftir því að Hæðarendalækjarniðurinn var þagnaður og til að fá gott súrefni í lungum tóku þau hjá sér bíltúr upp að A bústaðnum og viti minn þar var lækjarniður. Fanný skellti sér undir stýri en Hörður ákvað á labba meðfram læknum til að kanna málið og viti menn, þegar hann átti eftir nokkra metra heim í Grund þá minnkaði vatnið skyndilega í læknum og slý mikið eins og sést á myndinni.

IMG_3484

IMG_3485

Þegar Hörður kom að beygjunni á læknum milli hans og lóðarinnar hinu megin við lækinn þá var vatnið orðið verulega lítð og varla rann

IMG_3486

Á myndinni hér að neðan er hæðarmismunur í landinu og þegar vatnið rann fram að brúninni þá hvað?

IMG_3487

Vatnið hreinlega hvarf og það sem blasti við var uppþornað skrímsli sem lá þarna á bakinu og átti sér ekki viðreisnar von.

IMG_3489

Þetta er ekki falleg sjón og eins langt og augað eigði þá er lækurinn skraufaþurr og mikil þanglykt í loft. Hvað veldur er stór spurning.

IMG_3493