Dósasöfnun Kerhraunara – stefnir í met

Það verður að segjast að dósasöfnun okkar Kerhraunara gengur vel og þið eigið hrós skilið, nú eru flestir farnir að skila öllu óbeygluðu og ekkert hefur borið á því síðustu tvær vikur að einhver þekki ekki mun á flöskugám og heimilissorpsgámi..)))

Það er hægt að fylgjast með söfnuninni á www.kerhraun.is og verið áfram dugleg að setja dósir og flöskur í gáminn og eins og sjá má á neðangreindum myndum þá dressaði frú „Sorpa“ sig upp í skreytta sumarsandala og brá sér út til að flokka og skila…..)) og fékk rúmar 23.000 kr. fyrir.

IMG_3720

IMG_3721