Nú er allt hægt að gera – Safna fræum og gróðursetja

Nú er rétti tíminn til að safna fræum og verka. Reyniberin eru að þroskast og ber af ýmsum berjarunnum er gaman að prófa og svo eru fræ af birki orðin þroskuð og fræ af elri að þroskast. Könglar af greni og furu mega hanga lengur en ef könglarnir eru teknir af núna þá þurfa þeir að standa inni við stofuhita til að fræin losni. Fræ af fjölærum plöntum og kryddjurtum þarf líka að safna að sér á þessum árstíma. Verkið fræin og geymið við 1-4° í bréfpoka í gler- eða plastskál.

 

 

Haustið er góður tími til að gróðursetja tré og runna, skipta fjölæringum og týna fræ. Kosturinn við gróðursetningu á þessum árstíma er að ræturnar sem nú eru að taka við sykrinum frá fallandi laufblöðum og breyta í forða eru einnig í vexti og nær plantan að koma sér lítillega fyrir og er betur undir vorið búin. Margar garðplöntusölur eru enn að selja plöntur á niðursettu verði og oft hægt að gera góð kaup. Notið nú tækifærið og gróðursetjið í þessu fallega haustveðri.