Daginn eftir G&T daginn – þrjár krúttsprengjur í jörðu

Eftir skemmtilegan laugardag þar sem veðrið skartaði sínu fegursta kom sunnudagurinn með allt öðru sniði, sólin farin eitthvað annað, Kári með vindverki og „Regnguðinn“ kominn í banastuð og vildi fara að skvetta úr sér og akkúrat þá var ákveðið var að koma þremur krúttsprengjum fyrir í jörðu.

Hverjum öðrun en Steinunni og Guðrúnu hefði dottið þetta í hug, jú, auðvitað fullt af fólki þegar það veit að þessar krúttsprengjur eru grenitré og hverjum finnst þau ekki falleg,

Það var því eftir engu að bíða, Finnsi dreif sig á „Grænu þrumunni“ með skófuna hangandi í  kjálkanum og hann var ekki lengi að taka þessar þrjár holur og Gunna skellti sér á hnén og niður fóru trén.

010da1d1767fecfcfd74c0f44177ad66930e2bc096

Síðan var komið að Steinunni og Halli að taka til og það var nú heldur stærra tólið sem Hallur hefur yfir að ráða en það þurfti kraft að lyfta moldarpokanum og með styrkri stjórn frúarinnar fór pokinn á loft.

0135bc6d9ade47d95f3a8808d30697c40e87eda42c

Nú er ekkert annað að gera en að bíða eftir sama tíma að ári og vonast til að allt það líf sem í jörðu er komið í Kerhrauninu nái að dafna og vaxa til þess að veita okkar unað við að horfa og njóta eftir allt erfiðið sem því fylgdi að koma þessu fyrir.