Breytingar á söfnun dósa – Dósagámurinn verður okkar

Í ljósi þess hversu illa hefur gengið að fá dósagáminn tæmdan hefur orðið að samkomulagi að TRINTON taki gáminn enda allt orðið yfirfullt af flöskum og dósum í aðstöðu þeirra á Borg og styrkjum við sem einstaklingar björgunarsveitirnar bara með öðrum hætti.

Ákveðið hefur verið að Kerhraunarar njóti góðs af flöskusölunni og verður útbúinn kassi sem félagsmenn geta sett dósir og flöskur í og ætla Sóley og Gunni að sjá um tæmingu. Ágóðann ….))))) má alltaf nota þegar við hittumst og gerum okkur glaðan dag saman enda ekki um stórupphæðir að ræða nema við verðum þeim mun duglegra að bera í kassann.

 

image004