Laugardaginn 16. maí 2020 var ákveðið að stjórnarmeðlimir kæmu saman við flöskugáminn til að tæma hann enda kominn tími til að eyða/breyta innihaldi hans í tré og það er alltaf spenningur fyrir því að sjá útkomuna. Hallur og Steinunn mættu með stóru kerruna enda eru þau svo góð að vera alltaf til í að leggja lið og fyrir það erum við þakklát. Kerran sem sé tilbúin og við líka.
Báðir meðlimir „Fimleikafélags Kerhrauns“ Hörður og Guðrún voru mætt, asamt mökum, Fanný formanni og Guðfinni, gjaldkerinn Ómar með viðhengið sitt hana Guðnýju og í lokin engin önnur en „Mamma Terta“ hún Tóta okkar.
Beðist er velvirðingar á að Guðný na´ðist ekki á mynd þar sem hún var aðalkonan inn í gámnum.
Hafist var handa og unnið markvist þar til yfir lauk.
Siðan hefur verið á plani að fríkka gáminn aðeins með það í huga að hann höfði til okkur því enn er verið að henda miklu magni af dósum í heimilissorpgáminn, en hann er víst á leiðinni út svo við vonumst eftir að fallegur flöskugámur lokki að sér losandi fólk af annað hvort plastflösku eða gosáldós.
Fimaleikameðlimir að störfum, annað mælir og hitt skráir…..))))))))))))))