Kerhraun

„Ásgeirströð“ tekin í gegn og endursmíðuð

Þar sem T dagurin hefur orðið útundan síðustu ár þá hafði Ásgeirströð látið mikið á sjá, því var ákveðið að endurbæta tröppurnar við stíginn, Elfar tók að sér að lagfæra og smíða tröppurnar og hófst hann handa í dag, laugardaginn 29. júní 2014 í blíðskaparveðri og miklu flugnageri.

Tóta og Guðrún ákváðu að taka verkið út og mynda og auðvitað gefa Elfari góð ráð ef þyrfti.

IMG-20140628-00524

 Þetta lofar góðu og verða sporin léttari í framtíðinni með svona flottar tröppur það eitt er víst

IMG-20140628-00525

Tröppuformúlan reyndist vera rétt og því ekkert annað en að halda áfram með verkið

IMG-20140628-00526

Tóta ætlaði alveg að tapa sér úr gleði yfir nýju tröppunum og ætlar að taka verkið út þegar því lýkur.