Andlátsfrétt

Föstudaginn 10. desember 2010 lést Halldóra Bjarney Þorsteinsdóttir eða Gógó eins og hún var alltaf kölluð. Gógó og maður hennar Haraldur Hafsteinn Ólafsson, Haddi eins og hann er alltaf kallaður keyptu lóð nr. 13 í Kerhrauninu fyrir meira en 15 árum og hafa í gegnum árin eytt ekki ófáum stundum þar við að gróðursetja og byggja sér sumarhús. Haddi og Gógó eru því ein af frumbyggjum Kerhraunsins og á stundu sem þessari senda Kerhraunarar hlýjar kveðjur til ástvina.

Kæri Haddi, börn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur.

 

 

Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.