Alltaf er Gunna greyjið að gera eitthvað af sér

Langar að deila með ykkur skemmtilegri uppákomu (eða þannig) sem varð á milli mín og mikilmetins Kerhraunara.

Gunna og Finnsi fóru í Kerhraunið góða sunnudaginn 1. apríl, þetta er sko ekki neitt 1. aprílgabb. Að vanda fór ég í kaffisopa til Tótu og var í mínu næstfínasta pússi, dvaldi hjá Tótu og Hans og fór svo á stjá til að húsvitja, viti menn á leiðinni upp í Kúlusúk rek ég augun í það að ég er í pislinu ranghverfu og skreytti pilsið þvottaleiðbeiningar, saumar og fleira.

Í æðiskasti gríp ég gemsann og slæ inn TO til að senda sms á Tótu og láta hana vita að hún hefði átt að taka eftir þessu öllu og ekki hleypa mér út fyrr en ég væri í pilsinu rétthverfu.

SMS hljóðaði svona:

Ég kom til þín og þú segir ekkert við mig þegar ég fer að ég sé í pilsinu öfugu og með alla sauma út, þetta er ekki eðlilegt…))

Þetta hefði verið allt í góðu lagi ef TOrfi Kerhraunari hefði ekki fengið þetta sms og Magga lesið það upphátt fyrir alla fjölskylduna.

Fyrirgefðu Magga mín.