Allt að gerast hjá Gunna og Sóley – Ný „Hjónadyngja“ rís

Það hefur mikið verið að gerast í lífi þeira hjóna síðustu mánuði, þrátt fyrir að vera nýbúin að ljúka við að flytja úr borginni þá stöðvar þau enginn í framkvæmdagleðinni. Eftir að hafa verið í sveitasælunni þennan stutta tíma þá komust þau að því að nú væri kominn tími á nýja hjónadyngju enda hefur ástin blómstrað og alltaf fullt út úr dyrum og hvað var þá til ráða.

Ákveðið var að grípa til þess að byggja við, það tók ekki langan tíma að kippa því í liðinn, framkvæmdir eru hafnar og við bíðum spennt eftir að sjá hvað kemur upp úr jörðu. Gangi ykkur vel.