Í dag sunnudaginn 12. júlí hófu þeir Hans Einarsson og Elfar J.Eiríksson gerð tröppustígs í brekkunni við lóð 55 og 57. Fljótlega bættust í hópinn nokkrir orkuboltar sem varð til þess að áður en ljósmyndarinn vissi af var kominn þessi fíni stígur. Í hópinn bættust svo við áhugasamir Kerhraunarar sem tóku stíginn út og voru ánægðir með verk sinna manna.
Er ekki við hæfi að þessi stígur beri nafnið Ásgeirströð ?