Þrátt fyrir að sumarið KOMI og FARI til skiptist heldur lífið áfram sinn vanagang

Enn og aftur er að koma vor og við í Kerhrauninu komin á skrið með að skipuleggja vor- og sumarverkin, þrátt fyrir að við eigum langt í land með að týnast í skóginum þá er félagið okkar og félagsmenn sjálfir að vinna markvist að því að gróðursetja, það kemur að því að þetta fer að sjást enda búið að gróðursetja nokkur þúsund plöntur í Kerhrauninu á síðustu árum.

.

Nú er komið að því að bjóða félagsmönnum að vera með í pöntun frá Skógræktinni og þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa að senda pöntunina á gudrunmn@simnet.is fyrir 6. maí nk.

Í boði eru eftirfarandi plöntur:

Stafafura 0,50 – 1.00 m – kr. 1.900 – lítil
Stafafura 1,00 – 1,50 m – kr. 3.800 – stór

Birki 1,50 – 2,00 m –  kr. 3.800

Alaskaösp 1,50 – 2,00 m –  kr. 3.300

Sitkagreni 1,00 – 1,50 m – kr. 7.300

Lerki 1,00 – 1,50 m – kr. 3.000

Rauðgreni 1,00- 1,50 m – kr. 6.100