Aðalfundi 2010 lokið

Aðalfundurinn sem haldinn var fyrr í kvöld, 3. mars var vel heppnaður en fundinn sóttu 38 lóðarhafar úr Kerhrauninu. Ný stjórn var kosin og eftirtaldir aðilar eru nú í stjórn:

Elfar J. Eiríksson, formaður
Guðrún Njálsdóttir. gjaldkeri,
Rut Magnúsdóttir, ritari;
Guðbjartur Greipson, meðstjórnandi
Sigurdór Sigurðsson, meðstjórnandi

Nýjir aðilar eru boðnir hjartanlega velkomnir í stjórnina og um leið er Hinrik Jónassyni, fráfarandi formanni, Hans Einarssyni  og Stefáni Hákonarsyni þökkuð góð og óeigingjörn stöf í þágu félagsins.

Einnig vill stjórnin koma á framfæri þakklæti til Helenu Leifsdóttur og Sóleyjar Þómundsdóttur fyrir að sjá um kaffi, veitingar og frágang.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn verða settar inn fljótlega, ásamt nánari upplýsingum um hitaveituna.