Aðalfundi 2011 lokið

Aðalfundurinn sem haldinn var  24. mars í Valsheimilinu að Hlíðarenda var vel heppnaður og mættu 33 Kerhraunarar með 76 atkvæði á bak við sig á fundinn og 11 sendu inn umboð.

Þráinn Ingimundarson einn af frumbyggjum Kerhraunsins hefur fjárfest í B-svæðinu og óskum við honum innilega til hamingju.

Ný stjórn var kosin og eftirtaldir aðilar eru nú í stjórn:

Elfar J. Eiríksson, formaður
Guðrún Njálsdóttir,
Guðbjartur Greipsson,
Sigurdór Sigurðsson,
Hans Einarsson

Rut Magnúsdóttur, ritara sem nú hverfur úr stjórninni eru þökkuð góð og óeigingjörn stöf í þágu félagsins og Hans Einarsson er boðinn hjartanlega velkominn í stjórnina.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á innraneti Fundargerðir/fundarboð Aðalfundir