Aðalfundurinn var haldinn í Rafmennt (áður Rafiðnararskólinn) laugardaginn 16. mars 2019 og var að þessu sinni mjög vel sóttur, 55 lóðir (þar af umboð frá 12 lóðum). Fyrir formlega aðalfundardagskrá eða um kl.13:00 héldu byggingar- & skipulagsfulltrúi (Rúnar Guðmundsson) og aðstoðarmaður hans (Sigurður Hreinsson) fyrirlestur, fóru þeir yfir þau mál sem tilheyra embætti þeirra, m.a. deiliskipulag og sýndu fólki skjámyndir, vísuðu á linka sem finna mætti á netinu fólki til hagræðingar og upplýsinga. Síðan svöruðu þeir fyrirspurnum úr sal og vonandi verður þessi tenging til þess að auðvelda Kerhraunurum að nálgast þá félaga þegar þeir þurfa á þeim að halda.
Skemmtileg tilviljun að Sigurður var sá sem teiknaði svæði A í byrjun fyrir landeigendur en síðar lauk VSÓ verkfræðistofa við verkið þannig að stjórn telur að gott sé fyrir Kerhraunara að hafa mann eins og Sigurð til að leita til. Stjórn hefur alla tíð leitað til Verkís verkfræðistofu og GOGG vegna framkvæmda á svæðinu enda forgangsatriði að unnið sé rétt eftir deiliskipulaginu og verk ekki hafið fyrr en staðfesting liggur fyrir.
Þeim félögum er þakkað innilega fyrir að að taka vel í fyrirspurn formanns og ekki síður að gefa sér tíma til að sinna þessu verki.
Fyrirlesturinn og fyrirspurnir tóku heldur lengri tíma en ætlað var en það var bara skemmtilegt, í beinu framhaldi hófst aðalfundurinn.
Fundarstjóri var Harald Gunnar Halldórsson (leyfi mér að kalla hann Kerhraunara) enda er hann tengdasonur Ómars, þökkum við honum innilega fyrir hans framlag og vonum að hann hafi fengið góða innsýn í starf okkar félags.
Hér verður ekki farið frekar í gegnum fundinn lið fyrir lið en aðalfundargerðin ásamt öllum fundargögnum fer inn á innranetið fljótlega.
Sölvi Breiðfjörð formaður gaf ekki kost á sér í áframhaldandi formennsku, félagið þakkar honum innilega fyrir vel unnin störf og stjórn sérstaklega fyrir að standa fastur fyrir í ölduróti ársins. Æfingin skapar meistarann.
Nýr formaður/forkona er tekin við en það er Fanný Gunnarsdóttir, ætla ég að leyfa mér að setja inn mynd af henni sem mér finnst vera táknræn fyrir sumarhúsalífið og yndislega skemmtileg eins og hún er líka.
Ný stjórn 2019 er eftirfarandi:
Fanný Gunnarsdóttir, formaður, kjörin til eins árs,
Ómar Björnsson, kjörinn til 2ja ára
Guðrún Njálsdóttir, kjörin til 2ja ára
Lára Emilsdóttir, situr sitt síðara ár
Oddný Þóra Helgadóttir, situr sitt síðara ár
Eftirfarandi myndir eru frá aðalfundinum sem var skemmtilegur og málefnalegur enda margt um manninn, ekki náðust myndir af öllum fundarmönum/fundarkonum sem sýndu mótþróa við tilraunir myndatökumannsins að ná myndum.
Stjórnarkonurnar Tóta og Lára
Háin 2 á hólnum þær Hrefna og Helena
Björn mætti en frúin er örugglega að vinna
Hans að lesa sms frá Tótu um næstu utanlandsferð – innihald sms er matur og vín en engin ferðaáætlun
Harald og Guðný tengdamamma (sko hans)
Fríður vildi síður myndatöku en var í Calvin Klein bol svo hún slapp ekki – Steini að fá sér kaffi
Nýji formaðurinn og Hörður (hún tók fram í ræðu sinni að hún færði honum alltaf kaffi út)
Ragnheiður með kaffisopann en hvar er viðhengið hennar, sennilega að fá sér kaffi
Heiðurshjónin, Smári og Rut
Endurskoðandi reikninga – Lovísa og Lúðvík (hann endurskoðar)
Davíð vinur minn á B svæðinu – kunni að meta kleinurnar
Guðmundur mættur fyrir hönd stórfjölskyldunnar
Sveinn og Hafrún alltaf brosmild
Þessi unga dama ætlar að verða framtíðar Kerhraunari á lóð 128
Helgi í nr 5 mætti en Ulla var í innkaupaleiðangri enda er ferming á næstunni
Vilhjálmur í nr 97 og Ævar gæðir sé á kleinu
Finnsi og Friðrik – báðir forfallnir mótorhjólamenn
Alfreð er nýr Kerhraunari og er að fara af stað með framkvæmdir – velkominn í hópinn
Feðginin á 110 frekar alvörugefin
Hallur er alltaf glaður þegar hann sér mig…)))
Nágrannar mínir Óli og Elín á 107
Til vinstri er nýr eigandi af lóð 112 og Fanney sem var eitthvað treg í myndatökuna..))
Hér eru nýjir eigendur af lóð 29 þau Harpa og Jón Björgvin með dótturina sem ætlar líka að verða Kerhraunari
Ásgeir og Stína alltaf flott
Sigurður á lóð 49&50 mættur og Anna, en Reynir var að fá sér kaffi
Hér náðist Reynir á mynd ásamt Láru.
Ekki tók ég fleiri myndir en enn og aftur takk innilega kæru Kerhraunarar fyrir góða mætingu, við eigum eftir að massa allt sem viðkemur okkar yndilega fallega Kerhrauni.