Aðalfundur 2019 verður haldinn 16. mars nk. í Rafmennt – 13:00 – 15:00

Fundurinn verður haldinn LAUGARDAGINN 16. mars í Rafmennt (áður Rafiðnaðarskólinn)

ATH! Fyrir formleg aðalfundarstörf mun byggingar- og skipulagsfulltrúi GOGG halda fyrirlestur um byggingar- og skipulagsmál í frístundabyggð og hlutverk stjórnar þegar framkvæma þarf á svæðinu, m.a. lagning göngustíga, vegagerð og fleira.

Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 13:00.

Að fyrirlestri loknum mun byggingar- og skipulagsfulltrúi svara fyrirspurnum fundarmanna og að þeim loknum hefst formlegur aðalfundur.

Dagskrá

1.  Skýrsla stjórnar Kerhrauns
2.  Skýrsla samlagsstjórnar
3.  Framlagning ársreiknings 2018
4.  Kosning formanns
5.  Kosning annarra stjórnarmanna
6.  Kosning varamanna
7.  Kosning skoðunarmanns og varamanns hans
8.  Framkvæmdagjald fyrir árið 2019 lagt fram til samþykktar
9.  Önnur mál

 

Sölvi Breiðfjörð gefur ekki kost á sér áfram í formanninn en Fanný Gunnarsdóttir hefur gefið kost á sér.