Aðalfundur Kerhraunara 2017 – Málefnalegur og vel sóttur fundur

Aðalfundur 2017 var vel sóttur af Kerhraunurum. Fundurinn var haldinn í Jötunheimum, Skátaheimilinu Garðabæ og hófst kl. 19:45.

Hér verður ekki farið í gegnum fundinn lið fyrir lið en aðalfundargerðin fer inn á innranetið um leið og hún er tilbúin. Að vanda tókst fundarstjórn vel og færum við Vilhjálmi Guðmundsynir þakkir fyrir. Hans Einarsson formaður flutti skýrslu stjórnar en hann lét af formennsku á þessum fundi, færum við honum þakkir fyrir hans góðu störf á því eina ári sem hann hefir leytt stjórnina en hann hefur tekið að sér að leiða nýja samlagsstjórn ásamt Halli sem líka fer úr stjórn og eru honum þökkuð vel unnin störf.

Ný stjórn var kjörin:
Sölvi Breiðfjörð, formaður
Lára Emilsdóttir, gjaldkeri,
Ómar Björnsson, Elfar Eiríksson og Guðrún Njálsdóttir voru kosin í stjórn. Elfar til eins árs og Ómar og Guðrún til tveggja ára.

Varamenn voru kosnir og eru það Þóra Skúladóttir Ölfjörð og Franz Ævar Valgeirsson.

Það er ljóst að stefna okkar allra sem starfað hafa í stjórn Kerhraunsins er alltaf að hafa það að leiðarljósi að gera Kerhraunið fallegt og okkur til sóma og enn og aftur tökum við að okkur krefjandi verkefni ekki síst að koma á varanlega samstarfi um Gömlu Biskupstungnabrautina sem er mikið hagsmunamál enda eigum við allt undir því að komast í sæluna í Kerhrauni.

Eftirfarandi myndir segja allt sem segja þarf af aðalfundi Kerhraunara þann 31. mars 2017.

Hans Einarsson ábyrðgarfullur á svipinn

Viðar Guðmundsson eyjapeyji er pínu kíminn

Haraldur, frumbyggir Kerhraunsins

Hörður Gunnarsson dauðhrökk við þegar smellt var mynd af honum

Fanný, viðhengið hans Harðar..)) – alltaf svo sæt

Elfar Eiríksson – nýr stjórnarmaður með nýtt kaffi

Kolla á hólnum…))) er alltaf dugleg að mæta

Finnsi og Sölvi, nýji formaðurinn – flottir

Viðar og Vilhjálmur Guðmundsson, fundarstjóri með meiru

Flottur hópur, Björn á hólnum, Smári og Rut sem eru algerar dúllur

Rut, Petrína, Rúnar og Edda

Edda og Hinnrik – gaman að sjá ykkur eftir langa fjarveru

Guðný og Ómar, nýr stjórnarmaður

Þóra og Ríkharður – Þóra er nýr varamaður

Tvær góðar – Helena og Kolla, Þóra reyndi að vera með en tókst ekki, hjá mér að hitta hana

 Hér eru nýjir Kerhraunarar – Óli Þór Valgeirsson og Elín Guðjónsdóttir  107 – Velkomin

elskuleg hjón Lúlli og Lovísa í þorrablótsstuði..))

Sigrún og Guðjón alltaf flott

Ásgeir okkar rannsóknarlögga mætir alltaf að rannsaka okkur.)

Lára er flottur gjaldkeri og glæsileg kona

Þetta er skemmtilegt fólk og í miklu uppáhadi

Elín og næstum afmælisbarn dagsins – ekki fara frá okkur….(((((

Guðbjartur gleðigjafi er alltaf mættur með fallega brosið sitt

Siggi, flott mynd af þér enda reyndi ég 3 x

bið forláts á að hafa ekki náð betri mynd en ef þið eigið aðra þigg ég hana

2 vinir  –  Franz Ævar og Þráinn – Ævar nýr varamaður

Haddi og Ævar ræða málin og Ævar er bara alveg að missa sig hann er svo hissa

Ekki veit ég hvað Fanný er að frussa en Ási er hissa…)

Elín er kannski að ræða málin við Fanný sem er mun alvarlegri en á fyrri mynd

Hér má sjá flottan hóp
Rúnar, Þráinn, Vilhjálmur bakvið Petrínu og kona Gísla

Stjórnarmenn og aðstandendur ræðast við

Finnsi minn


Svona í lokin þá eru Guðjón og Sigrún að skella sér heim eftir góðan aðalfund og eins og sagt er þá „sjáumst að ári.  Stjórnin þakkar öllum fyrir að gefa sér tíma til að mæta og móta framtíðarstarf Kerhraunssins.