Eins og allir vita þá er þetta annað árið í röð sem við náum ekki að halda aðalfund félagsins vegna COVID ástandsins, má með sanni segja að það sé söknuður í því að geta ekki hitt Kerhraunara á aðalfundi en það kemur ár eftir þetta ár og það verður bara en skemmtilegra þegar lífið fer að verða aftur eðlilegt.
Stjórn brá því á það ráð að tilkynna að í ár yrði aðalfundurinn rafrænn og eins og allir muna þá var tilkynnt í tölvupósti þann 29. mars sl. að boðuðum aðalfundi sem halda átti 9. apríl sl. væri aflýst. Við reyndum að halda opnum þeim möguleika að geta haldið aðalfundinn fyrir mánaðarlok eða ljúka starfsárinu 2020 til 2021 á óhefðbundinn hátt , sem sé rafrænt.
Kerhraunarar fengu tölvupóst með upplýsingum og tenglum á öll þau gögn sem stjórnin hefði lagt fram á formlegum aðalfundi.
Við hvöttum ykkur eindregið til að kynna ykkur vel öll gögnin því eftir nokkra daga fá félagsmenn senda rafræna könnun þar sem greidd verða atkvæði um allt það sem við hefðum greitt atkvæði um á aðalfundinum – ein lóð, eitt atkvæði.
Atkvæðagreiðslan verður í raun jafn sýnileg og að rétt upp hönd og greiða atkvæði með eða á móti á aðalfundi.
Eftirfarandi tengla á gögn voru send á félagsmenn:
- Skýrsla stjórnar – Stiklur 2 – áframhald um störf stjórnar.
- Árseikningur 2020 – yfirfarinn af Lúðvík K. Helgasyni skoðunarmanni
- Framkvæmdaáæltun fyrir árið 2021
- Kynning á tveimur félögum sem gefið hafa kost á sér til stjórnarsetu næstu tvö árin:
Harpa Sævarsdóttir og Sveinn Örvar SteinarssonLára Emilsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir ganga úr stjórn.
Guðrún Margrét Njálsdóttir og Ómar H. Björnsson eiga eftir eitt ár af sínu kjörtímabili.
Fanný Gunnarsdóttir gefur kost á sér sem formaður í eitt ár til viðbótar.
Guðrún Margrét Njálsdóttir og Hallur Ólafsson gefa áfram kost á sér sem fulltrúar okkar í stjórn Samlagsins.
Lúðvík K. Helgason gefur kost á sér sem skoðunarmaður reikninga næsta ár og Hörður Gunnarsson til vara.
- Umgengnisreglur – uppfærðar til samþykktar
Til þess að unnt verði að halda áfram að byggja upp okkar ágæta Kerhraun þá hvetjum við ykkur til að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni á netinu, það verður send út tilkynning daginn áður en rafræna könnunin verður send út til að tryggja að þeir sem telja sig ekki hafa fengið hana geti þá látið vita á kerhraun@kerhraun.is