Aðalfundur 2017 verður haldinn 31. mars nk. í Skátaheimilinu Garðabæ

Fundurinn verður að þessu sinni haldinn FÖSTUDAGINN 31. MARS í Skátaheimilinu í Garðabæ og hefst stundvíslega kl. 19:30.

Dagskrá

1.  Skýrsla stjórnar
2.  Framlagning ársreiknings 2016
3.  Kosning formanns
4.  Kosning annarra stjórnarmanna
5.  Kosning varamanna
6.  Kosning endurskoðanda og varamanns hans
7.  Framkvæmdagjald fyrir árið 2017 lagt fram til samþykktar
8.  Önnur mál

 

Eins og kom fram í síðustu fundargerð þá er aðalfundardagur að þessu sinni föstudagur enda gott að hafa gjaldkera félagsins á svæðinu, einnig kom fram í fundargerð að Hans gefur ekki kost á sér sem formaður áfram og því þarf að finna áhugasaman formann. Einnig þarf að kjósa í stjórn fyrir Fanný og Guðrúnu.