Aðalfundur 2014 – Málefnaleg umræða og góður fundur

Aðalfundurinn sem haldinn var 25. mars 2014 í Skátaheimilinu í Garðabæ var í alla staði vel heppnaður og mættu á fundinn góður hópur fólks.  Hans Einarsson, formaður bauð alla velkomna og gerði að tillögu sinni að Hörður Gunnarsson yrði fundarstjóri og Fanný Gunnarsdóttir ritari og var það samþykkt með lófataki.
.
2014-03-25 19.36.43
Áður en fundurinn byrjaði þurfti að taka til hendinni og skipuleggja salinn, raða upp borðum, dekka borð sem prýtt var með  heimalöguðu brauði í formi rúllutertu með salati inní. Engin önnur en Sóley okkar Þórmunds útbjó þessi herlegheit ásamt ektamanni Gunnari Magnússyni, ekki má gleyma framlagi Fannýjar sem kom færandi hendi með páskaegg og páskaservéttur sem prýddi borðið mikið og úr varð hið fallegasta veisluborð sem Kerhraunarar áttu að fá að gæða sér á, ásamt hinu rótsterka Framsóknarkaffi sem enginn getur búið til nema Fanný.
.
2014-03-25 19.26.04 .
Hefðbundin aðalfundarstörf hófust rúmlega 20:00 enda vaninn að gefa þeim sem muna á síðustu stundu tækifæri til að skella sér á staðinn. Hans Einarsson, formaður flutti skýrslu stjórnar af mikilli röggsemi og fékk mikið klapp fyrir, hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér í formanninn áfram en útilokar ekki endurkomu síðar sem er hið glæsilegasta mál enda söknuður að missa hann.

.
2014-03-25 19.25.56
Guðrún færði Hans blómvönd frá félagsmönnum og þakkaði honum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, eftir smá knús frá Hans fékk hún staðfestingu frá Lúðvíki skoðunarmanni reikninga að allt væri í sóma með bókhaldið og þá ákvað hún að færa honum líka blómvönd. Síðan fór hún yfir rekstur síðasta árs, að lestri loknum voru menn svo grafalvarlegir að hún ákvað að létta mönnum lundina og fór til Lúlla og tilkynnti honum að hún hefði gert næststærstu mistök lífs síns, hann hefði ekki átt að fá blómvöndinn.

Lúlli setti upp skelfingarsvip en hún tjáði honum að hann fengi bara aðra gjöf og færði honum „lestrarluktina“ að gjöf frá félagsmönnum og við þetta kættist allur salurinn og nú getur hann farið yfir bókhaldið þó rafmagnið fari.

2014-03-25 20.46.03

Kosning stjórnar var næst á dagskrá, kjörinn var nýr formaður, Ásbjörn Jóhannesson og bjóðum við hann velkominn til starfa, Fanný Gunnarsdóttir og Guðrún Njálsdóttir eru á seinna ári sínu og þurfti því ekki að kjósa um þær.

Nýjar inn í stjórn eru Sóley Þórmundsdóttir og Steinunn Jónsdóttir og eru þær líka boðnar velkomnar enda væntum við mikils af nýrri stjórn því „nýjir vendir sópa best“.

2014-03-25 19.54.42

Komið var að kostningu varamanna, Hallur Ólafsson gaf kost á sér sem sérstakur vegamálastjóri og Gunnar Magnússon á áframhaldandi setu í stjórn og voru kosnir varamenn.

Smári Magnússon sem verið hefur varamaður hættir og þökkum við honum kærlega fyrir störf hans, af myndinni má dæma að hann dreymir um góða tíma.

2014-03-25 20.02.08

Lúðvík tók því vel að halda áfram að grúska í bókhaldinu og verður því áfram. Hallur, Gunnar og Lúðvík takk fyrir að gefa kost á ykkur.

Sigurdóri voru þökkuð vel unnin störf á síðast liðnum árunm enda hefur hann verið í stjórn 4 ár og fékk blómvöndinn sem Lúlli hafði eignast í 10 mínútur.

2014-03-25 20.46.27

Gert var hlé á fundinum til að gæða sér á kræsingunum og er óhætt að fullyrða að þetta rann ljúft niður með rótsterku framsóknarkaffinu.

2014-03-25 20.56.17
Eftir hlé bar Sigurdór upp tillögu að framkvænda- og félagsgjaldi og eftir all nokkrar umræður var gengið til kosninga og niðurstaðan sú að gjaldið fyrir 2014 er  30.ooo kr. (29.000 kr. framkvæmdagjald og 1.000 kr. félagsgjald) sem nánar verður greint frá í aðalfundargerð.

2014-03-25 19.58.03

Undir liðnum „önnur mál“ ræddi Hans um öryggisnúmer er tengjast „Neyðarlínunni 112″ og mun félagsmönnum verða gefinn kostur á að fá þessi númer á aðeins 3.000 kr. Tölvupóstur sendur fljótlega.

Hans greindi frá nýrri byggð sem hlotið hefur nafnið Kerbyggð og er staðsett á hægri hönd þegar beygt er inn til okkar út af Biskupstungnabrautinni en þar er ráðlagt að byggja 50 hús og 1 þjónustumiðstöð. Vildi hann kynna þetta ef þetta hafði farið fram hjá einhverjum enda all mikil breyting á notkun vegarins inn til okkar ef allur þessi fjöldi húsa kemur þarna.

Guðrún ræddi um G&T daginn og enn og aftur fáum við tilboð frá Skógrækt ríksins á verði ársins 2013 og félagsmönnum er heimilt að panta fyrir vini eða ættingja því plöntur hafa sjaldan verið eins góðar og í ár enda rigningarsumarið í fyrra gott fyrir gróðurinn. Tilboð verða send fljótlega í tölvupósti til félagsmanna.

Guðrún kynnti nýju heimasíðuna sem hefur hlotið góðar viðtökur og bað fólk um að senda sér línu til að fá aðgang á“ Innranet“. Einnig fengu þau fyrirtæki er tengjast Kerhraunurum þakkir fyrir að styðja heimasíðuna með auglýsingu.

Á fundinum lág frammi símaskrá Kerhraunara og bað Guðrún félgasmenn um að vera duglegir að senda breytingar inn vegan félagatalsins.

Stjórn vill þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að koma á fundinn enda vettvangur til að skapa góðar og uppbyggilegar umræður.

Aðalfundargögn verða sett á innranet þegar fundargerðin er tilbúin.

Myndir frá aðalfundi má finna á innraneti undir „Myndir“ „Árið 2014“.