Kerbúðin – opnun 11. júní 2016

Nú er komið sumar af því að þegar Kerbúðin opnar þá er komið sumar svo skemmtilegt er það. „Mamma Terta“ hefur verið að í allan vetur og þegar „Mamma Tótu“ kemur í heimsókn þá er bara setið við hannyrðir og allt er þetta framleitt fyrir Kerbúðina sem svo margir leggja leið sína í. Margir sem leggja leið sína í Kerhraunið hafa orð á því hvað þetta sé nú skemmtilegt enda er þetta mjög gaman.

Viku fyrir opnun gerðu þau Hörður og Fanný búðina fína, því var allt til reiðu þegar þær mægður komu til að stilla lagernum upp og að vanda voru vinsælu sulturnar, pesttóið, rabbabarasultan í boði.

IMG_3326

Það var bakað, heklað, prjónað. föndrað og allt er þetta gert til að gera flóruna sem fjölbreyttasta í Kerhrauninu
og þær mæðgur algört yndi að nenna að standa í þessu

IMG_3325

Það er ekki á hverjum degi sem vín er í boði á svæðinu en í þetta sinn var það til gamans gert að láta það fylgja með tveimur vörum „Gunnu Tunnu“.

IMG_3327

Þegar formlegri opnun var lokið þá var ekkert annað að gera en að stökkva af stað
og kaupa það sem hugurinn girntist mest og auðvitað er það misjafnt hvað fólk leitar að.

IMG_3330

Guðný og barnabarnið tóku sér góðan tíma að taka sitt lítið af hverju.

IMG_3332

Sætt og skrautlegt skal það vera, enda valið af barnabarninu

IMG_3331

Hjónabandssælu að hætti Tótu keypti Viðar sér en hann er sérfræðingur í hjónabandssælum svo dóminn fær Tóta fljótlega um bragð og gæði

IMG_3334

Fanný sem elskar allt loðið skellti sér á húfu með „dralondýri“ á og klæddi hana mjög vel

Kerbúðin er sem sé opin næstu 6 helgar og njótið því sumarsins´og kíkið við með gesti og gangandi