Kerhraun

Fallinn er frá mikill meistari og tryggur Kerhraunari

Það er með trega sem þessi orð er rituð, hann Rusty er fallinn frá og það má með sanni segja að hans verði sárt saknað, ekki bara af eigendum heldur líka af þeim sem kynntust honum. Hann var stórkostlegur hundur hann Rusty, blíður, góður, vinalegur, viljugur, stundum latur, fannst gott að láta sitja með sig, forvitinn, fagnandi og svo má lengi telja.

 

image

Það voru ekki ófá skiptin sem hann tók manni fagnandi og bauðst til að sitja í fanginu á manni og naut þess að fá nokkrar strokur, svo fór hann en kom svo fljótt aftur. Eina setningu þoldi hann ekki ´Viltu koma í bað?“  og þá var hann þotinn og sást ekki um tíma, aftur á móti ef honum var boðið út að hlaupa þá þaut hann að útidyrunum og það sem honum fannst svo skemmtilegt var að fá að hlaupa frá Biskupstungnabrautinni og alla leið heim að húsi.

image

Hann var unnandi þorrablóta Kerhraunara og mætti þar enda smá sjens að hitta annan hund á jamminu.

image

Hann var selskapshundur og naut þess að koma sér vel fyrir þegar málin voru rædd.

image

Rusty notaði hvert tækifæri til að koma sér í mjúkinn hjá konum á besta aldri og allir sem voru í samskiptum við hann elskuðu hann strax enda með endemum hljólátur.

 

Hann fær að hvíla hér í Kerhrauninu á heiðursreit og hans verður sárt sakað og ég votta Tótu og Hans samúð mína.