Eins og fram kom í skilaboðum í gær var lykilinn fjarlægður úr öryggisboxinu 15. desember og þrátt fyrir skilaboð til KERHRAUNARA að sá hinn seki skili lyklinum til baka í boxið hefur ekkert gerst. Byggt á þeirri trú að þetta sé gert í einhverju bríaríi og lykilinn skili sér til baka á næstu dögum er lausnin þessi.
EINGÖNGU ER HÆGT AÐ KOMAST INN Á SVÆÐIÐ MEÐ EIGIN LYKLI
Málið verður tekið til endurskoðunar í byrjun næstu viku, stjórn er sammála um að þar sem megin hluti félagsmanna er með lykil þá sé ekki ástæða til að fara í svo róttæka aðgerð eins og að skipta út öllu klabbinu strax með ærnum kostnaði og alltof tímafrekt og kostnaðarsamt fyrir stjórnarmenn að standa í því að leika Sherlok Holmes á vinnutíma.
Það eru þó nokkuð margir sem hafa enn EKKI hafa keypt lykla og nota eingöngu boxið og því kominn tími til að drífa í því að fá lykil.
Við megum ekki vera of kærulaus með það að dreifa öryggistölunni út um allt og með því auka líkurnar á því að óboðnir gestir komist inn í Kerhraunið.