Kerhraun

Fánastöng – undirstaða – lengi býr að fyrstu gerð

Ekki má gleyma framlagi þeirra Halls og Finnsa enda segir máltækið „lengi býr að fyrstu gerð“ og þar sem þeir voru verktakar þá varð allt að standast. Þeir tóku að sér að undirbúa undirstöðuna fyrir fánastöngina og á því ætluði þeir sko ekki að klikka, öll tól og tæki dregin fram, mælt og reiknað og nú verður hver að dæma fyrir sig.

014edcba2fa048424b6124939f70c9b6880d5a4a2b

Nýja steypuvélin hans Finnsa varð þess aðnjótandi að hræra fyrstu steypuna fyrir undirstöðu fánastangarinnar,
síðan var steypunni hellt í næsta tól sem var gröfuskóflan og ekið á áfangastað

01686c97bc96c04ea324602d7af22aae7d6382e24e
Auðvitað þarf að vanda til verksins og troða steypunni vel í rörið,
hið rétta er að Hallur fékk engu um það ráðið hvað var gert í rörinu..))
því þar taldi Finnsi sig á heimavelli

0199221283e64d6e82c5af7aa9cfbf4f089dc4018d

Lóðrétt skal það vera og engu til sparað að það verði svo, rörið sett í undirstöðuna og rétt af.

Takið eftir að Hallur bíður bara sallarólegur í gröfunni og lætur Finnsa um þetta

012e59429a66edaa45ccb995d986b2434fe57477b1

Hér er búið að útbúa „stífelsisbönd“ sem eiga að sjá um að þetta verði lóðrétt,
þeir félagar passa sig að vera alveg ofaní stönginni eða sjá þeir kannski svona illa??

Duglegu strákarnir eins og við konurnar köllum þá, þið voruð alveg rosa góðir að klára þetta verk, takk, takk