Kerhraun

Í ljósaskiptunum 8. nóvember 2014 – líka úps

Það er fátt jafn fallegt eins og að horfa á íslenskt landslag og hvernig veðrið getur breytt ásýndinni endalaust. Um helgina 8.-.9. nóvember 2014 var eiginlega ískalt í Kerhrauninu og ekki margir á svæðinu, þó mátti sjá að eitthvað var að gerast hjá Halli og Steinunni og var „Amma myndar“ á því að þau væru að reisa styttur fyrir framan húsið og þá var nú gott að geta gripið í kíkirinn góða. Kom þá í ljós að Hallur var í akkorði við að setja utan um rauðgrenið sem þau keyptu í sumar og hann greinilega ákveðinn í því að láta þau lifa í ansans næðingnum sem blæs stundum um Kerhraunið.

Hvað sem því líður þá voru ljósskiptin að kvöldi þess 8. alveg gullfalleg og einskonar ævintýraljómi yfir Kerhrauninu.

IMG-20141108-00782

IMG-20141108-00784

 

Svo kemur nú rúsínan í pylsuendanum.

Þannig er mál með vexti að við hjónin erum að einangra hjá okkur loftið og það hefur verið ansi kalt innandyra, við höfum nýtt okkur að kynda upp í kamínunni til að halda að okkur hita. Að vanda kemur það oftast í hlut Finnsa að brytja niður í kamínuna og mitt hlutverk að bæta á og halda lífi í eldinum.

Seinnipart laugardags hafði mér tekist að drepa eldinn, því tók ég mig til og náði í dagblöð til að koma honum á stað aftur, þar sem ég sit og stari í eldinn þá sé ég nokkuð sem varð til þess að ég rak upp mikið öskur.

„Finnsi! Finnsi! mér hefur tekist að kveikja í Reyni í Betra bak“.

Minn maður var ekkert að kippa sér upp við þessi læti og upp undir rjáfri brasandi með ullina heyri ég að hann svarar mér.

Hefur þig ekki alltaf dreymt um það? ….))))))))))))))))))))))))))))

 

IMG-20141109-00790