Sýnishorn af gleði fjölskyldunnar í nr. 54 yfir jól og áramót

Þrátt fyrir og jól og áramót séu liðin þá er gaman að eiga minningar um þau og fjölskyldan í „54“ sem er húsið sem Garðar átti voru svo sæt að senda nokkar myndir.

Forsíðuna prýðir þessi unga dama sem er alveg tilbúin fyrir áramótaveisluna enda mikil tilhlökkun hjá fjölskyldunni hennar Siggu í Rekstarvörum að gera sér glaða kvöldstund. Það er eiginlega talið fullvíst að fyrri eigandi hafi skilið eftir mikið magn af rakettum og því ekki seinna vænna að skella í sig steikinni og hefja svo uppskot „de la Gassi“

.

Húsið hefur alla tíð verið þekkt fyrir mikinn hressleika og það hefur ekkert breyst við komu nýrra eigenda og eftirfarandi söngur heyrðist iðulega um jólin…)))

.

Í „54“ er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm
Þá kemur öll fjölskyldan með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

Og „Sigga í RV“ með sekk á baki
fúm, fúm, fúm
Hún gægist inn um gættina
á alla krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :.:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

En það er svo með veðurguðina að þeir eru alltaf að koma með nýjar tegund af veðri og það varð engin breyting þeirri venju, ýmist var rok eða ofankoma, hálka, frost, þýða og nokkra daga í desember var varla hægt að fóta sig.

.

Þórunn er með þeim liðugri og sýndi fjölskyldunni hvernig á að komast leiðar sinnar í mikilli hálku og glöggir geta sé í baksýn nýja fellið sem komið er við gamin, það er víst búið að fá nafn en ég veit ekki hvað það er …)))))

fallega fjölskyldan komst alla leið heim að útidyrnun og stilltu sér upp í myndatöku enda allir kátir og hressir og til í tuskið

Þeim var ekki kalt þessum krökkum enda búin út fyrir að takast á við allt sem í boði yrði

það má alls ekki gleyma að segja frá því að dag einn fór rafmagnið og þá voru góð ráð dýr

kveikt var upp í arnium og slegið í kósýstund þar sem sagðar voru sögur

GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG KVEÐJUR FRÁ 54