Kerhraun

Þjóðhátið Kerhraunsbarna 2013 – Reipitog eða reiptog ??

Það voru greinilega skiptar skoðanir á því hvað þessi þraut héti og hér er svarið:

Reiptog (einnig reipitog daglegu máli og örsjaldan reipdráttur) er íþrótt þar sem tvö lið reyna með sér krafta sína, leikurinn fer oftast þannig fram að tvö lið raða sér á sinn hvorn enda reipis, o.s.frv.

Eftir æsispennandi þríþraut var komið að þessari íþrótt sem kalla má ofangreindum nöfnum eftir vild, börnin voru alveg komin í baráttuvímu. ekkert að vanbúnaði, skipuleggjandinn tilbúinn og stýrði af mikilli röggsemi.

 

 

Sigurliðin voru óteljandi 

Þrátt fyrir að skipulagið væri í öruggum höndum þá var vissara að gamlir sjóarar litu til með og sæju til þess að allt færi rétt fram. Þá vvar enginn betri í það verk en Reynir sem er með sjómannsblóð í sínum æðum

Reynir gegn Reyni


Tími til myndatöku

Réttu handtökin kennd

allt að fara af stað

koma svo !!!

Hver vann veit ei neinn en

þetta var svo gaman og börnin voru orðin svo æst að þau skoruðu á „Skipuleggjarann“