Kerhraun

G&Tdagurinn 25. maí 2013 – „GLEÐIPINNINN“

Stjórn ákvað að birta sérstaka tilkynningu með eftirfarandi myndum….)))), þær voru teknar meðan á gróðursetningu stóð og ástæða birtingarinnar er sú að þær sína afskaplega vel hvernig einn af okkar kátustu Kerhraunurum kann svo vel að slá um sig, enda fengið viðurnefnið „GLEÐIPINNINN“ og stendur algjörlega undir því nafni.

Það er aldrei lognmolla í kringum hann, hann er viljugasti maður sem fyrirfinnst, hlær allra manna hæst, kátastur allra, skemmtilegur, óþreytandi að skemmta fólki, ómissandi þar sem fólk kemur saman og svona mætti lengi telja

Það eina leiðinlega sem hægt er um hann að segja er að hann er að yfirgefa okkur og það segir mikið um hann þegar blessað barnið frétti að hann væri að fara úr Kerhrauninu þá sagði það „Hver verður þá jólasveinninn um Versló ‘ og það er í dag hin stóra spurning.

Ungur varð hann fljótt  fyrirferðarmikill og stóð öll unglingsárin mikið á haus, í dag heldur hann haus og er á haus við að koma nýja húsinu í stand og hann heillar konurnar í Kerhrauni með sínumi skemmtilegu uppákomu á gróðursetningardeginum.

 

Á haus í þá góðu gömlu daga

.
Það var ekki langt liðið á gróðursetninguna þegar Hummerinn renndi í hlaðið og það mátti heyra háværa tónlist í gegnum blikkið, rúðan rafdrifn rann hljóðlaust niður og hinn eini sanni Garðar „GLEÐIPINNI“ tilkynnti að hann kæmi eftir smá stund. Ekki leið á löngu þar til hann birtist aftur og hafði „heimatilbúið gróðursetningavatn“ meðferðis og honum fannst vera kominn tími til að skvetta úr flöskunni og eftirfarandi myndir sína svo ekki verður um villst að „GLEÐIPINNINN“ kann svo sannarlega að heilla konur á besta aldri.

 

Guðrúnu og Rut boðið að smakka og auðvitað vildu þær sína kurteisi
og þáðu smá lögg alvarlegar á svip, en það átti nú eftir að breytast…)))

Guðrún með fyrsta eða annan sopann, Fanný búinn með tvo,
en Rut er enn að reyna að fá uppskriftina

Fanný var komin í stuð og vildi dansa Zorba og Guðrún reynir að læra
sporin en hefur meiri áhuga á gróðursetningavatninu

Meira stelpur, meira segir „GLEÐIPINNINN“ og konurnar kalla já, já, já,
enda komnar í stuð

.
Rut er alveg að missa sig af gleði eða er hún að kalla á „GLEÐIPINNANN“

En ekki er allt sem sýnist því þrátt fyrir að myndirnar gefi til kynna að konurnar séu farnar að finna á sér þá er það ekki þannig, enginn fann á sér af „Heimatilbúna gróðursetningavatninu“ heldur á „GLEÐIPINNINN“ bara svo auðvelt með að koma fjöri í konur á besta aldri. Þín verður sárt saknað Garðar gleðipinni.